Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólin byrja fyrsta desember
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 11. desember 2022 kl. 10:30

Jólin byrja fyrsta desember

Kristófer Snær Jóhannsson Ward

Besta minning sem Kristófer á frá jólunum er þegar hann fékk fyrstu reimalausu takkaskóna sína. „Þá var ég glaðasti krakki í heiminum,“ segir hann. Kristófer segir það vera ákveðna jólahefð að mamma hans stressi alla á heimilinu upp og að hefð sé fyrir að fjölskyldan borði hamborgarhrygg á aðfangadag.

Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022?

Ég skrifaði undir minn fyrsta meistaraflokkssamning og hjá umboðsmanni í fótbolta, svo er þetta búið að vera smá „go with the flow“ ár.

Ert þú mikið jólabarn?

Um leið og það er kominn fyrsti desember þá eru jólin byrjuð fyrir mér. Þannig, já, ég myndi telja mig vera það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?

Að brósi kemur heim, svo auðvitað jólamaturinn og pakkarnir, bara eiginlega allt.

Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Já, þegar ég fékk mína fyrstu reimalausu takkaskó – þá var ég glaðasti krakki í heiminum.

En skemmtilegar jólahefðir?

Mamma að stressa alla upp, annars bara mjög svipað og allir.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Fyrstu reimalausu takkaskórnir og fyrsta hlaupahjólið mitt.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?

Bræðra-tattoo og sjónvarp, annars veit ég ekki.

Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?

Hamborgarhryggur.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég ætla að kaupa jólagjafir, vera mikið með fjölskyldunni og fara í fótbolta og ræktina.