Jólin alls staðar í Grindavík og Keflavík
Tónleikaförin „Jólin alls staðar“ er að leggja af stað í ferð um landið. Þetta eru einstaklega ljúfir og fallegir tónleikar þar sem mestmegnis eru flutt gömlu góðu jólalögin sem við ólumst öll upp við. Þetta er líklega ein viðamesta tónleikaferð ársins þar sem 19 kirkjur verða heimsóttar í öllum landshlutum. Þar verða Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan í farabroddi ásamt fjórum hljóðfæraleikurum og svo barnakór frá hverjum stað.
Hópurinn verður í Grindarvíkurkirkju laugardaginn 1. des kl. 15 og Keflavíkurkirkju samdægurs kl. 20 og vonast til að sjá sem flesta.
Miðasala er í fullum gangi á midi.is en uppselt er að verða víða. Þar sem verða lausir miðar verður svo hægt að kaupa miða við innganginn allt að 2 klukkustundum fyrir tónleika.
Í tilefni af tónleikaröðinni er gefin út geislaplata sem inniheldur flest laganna á tónleikunum. Útgáfudagur hennar er 28. nóvember.
Sjá nánar: www.jolinallsstadar.is og facebook.com/jolinallsstadar