Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

JólaUNG: Sund á Þorláksmessu
Laugardagur 14. desember 2013 kl. 15:02

JólaUNG: Sund á Þorláksmessu

Þröstur Ingi Smárason er mikið jólabarn. Hann bakar smákökur á jóladag og fer í sund á Þorláksmessu. Hann kaupir gjafirnar í Smáralind og segir að Christmas Vacation sé besta jólamyndin.

Fyrstu jólaminningarnar?
Fara í sund á Þorláksmessu með mömmu og systur minni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Við förum alltaf til ömmu mnnar á jóladag og bækum smákökur og færum í sund á Þorláksmessu.

Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Nei, ég get ekki sagt það.

Jólabíómyndin?
Christmas Vacation svíkur aldrei.

Jólatónlistin?
Last Christmas.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Líklega í Smáralindinni.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, bara fjórar.

Ertu mikið jólabarn?
Já, mjög mikið.

Hvað kemur þér í jólaskap?
Þegar við byrjum að skreyta.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
iPod Touch.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegasta gjöfin?
Liverpool markmannsbúningur.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar mest í Playstation 4.