Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

JólaUNG: Maður er ekkert alltaf velkomin í eldhúsið í jólastressinu
Þriðjudagur 24. desember 2013 kl. 12:40

JólaUNG: Maður er ekkert alltaf velkomin í eldhúsið í jólastressinu

Ásdís Eva Steinarsdóttir er Keflvíkingur en á heim í Danmörku. Hún kemur heim til Íslands á jólunum og eyðir hátíðunum með fjölskyldunni. Home alone og How the grinch stole christmas eru uppáhalds jólamyndirnar hennar.

Fyrstu jólaminningarnar?
Ég held að ég hafi verið sjö eða átta ára, þá fékk ég Bratz mikrafón og headset, svona sem maður gat tekið sig upp syngja og eitthvað svaka flott. Og með þeim pakka var Bratz dúkka sem var með eins headset og mikrafón ogetta var bara í mjög stóru uppáhaldi hjá mér í langan tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Ég er núna búin að búa í Danmörku í fimm ár svo við erum bara foreldrar mínir og systur mínar um jólin.  Ég verð alltaf vakin af systrum minum sem eru voða spenntar yfir að fá að vita hvað ég fékk í skóinn af jólasveininum. Siðan eyði ég bara deginum með fjölskyldunni. Við horfum á sjónvarpið, spilum og ég fer stundum  út að leika í snjónum með systrum mínum. Þegar það er komið að matnum borðum við öll saman. Þegar það er búið að vaska upp setjumst við öll inn í stofu og lesum jólakortin eftir það opnum við pakkana og restina af kvöldinu erum við oftast á skype við ömmu og afa til að segja gleðileg jól og takk fyrir gjafirnar og svona.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Ég reyni að hjálpa eins og ég get. Það er ekki alltaf víst að maður sé neitt sérstaklega velkominn inn í eldhús í jóla stressinu. Haha.

Jólabíómyndin?
Home alone og How the grinch stole christmas.

Jólatónlistin?
Ég hlakka svo til - Svala Björgvins. Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér og pabba.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Aðallega í H&M.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Aðallega bara til bestu vina minna og fjölskyldu.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Það er ekki svo mikið. Það er alltaf það sama að borða, sama i eftirrétt og allt er gert í sömu röð eftir matinn.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ég held bara að besta jólagjöfin hafi verið bókin 'Undir fögru skinni' sem ég fékk af ömmu minni og afa í fyrra. Þessi bók er i miklu uppáhaldi.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegasta gjöfin?
Ég held að það hafi verið fyrir tveimum árum siðan, þá fékk ég peysu og hálsmen frá pabba sem ég alveg bara elska útaf lífinu, geng alltaf með hálsmenið og er næstumþvi alltaf í peysunni.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Ég væri ekkert á móti því að fá nýa tölvu, en annars bara föt og snyrtidót. Mig vantar voða litið.