Jólaundirbúningur hafinn – aðventublað VF í næstu viku
Jólaundirbúningur er víða hafinn, einnig hér á Víkurfréttum þar sem blaðamenn undirbúa þessa dagana árlegt aðventublað sem kemur út í næstu viku. Í blaðinu verður fjölbreytt efni tengt undirbúningi jólanna, viðtöl, uppskriftir, föndur og margt annað tengt jólunum. Þeir sem hafa hug á að auglýsa í blaðinu eru hvattir til að hafa samband við auglýsingadeild Víkurfrétta í síma 421 0001 sem fyrst.
Veglegt jólablað Víkurfrétta kemur svo út um miðjan desember. Mikil eftirspurn er eftir auglýsingaplássi í þeim blöðum sem framundan eru fram að jólum og því er auglýsendum ráðlegt að panta tímanlega.
Mynd: Þessar dömur eru komnar í jólaskapið og voru í gærkvöldi á námskeiði hjá Föndurkoti í gerð jólakorta, sem mörg hver voru hrein og klár listaverk. Við segjum m.a. frá því í aðventublaðinu í næstu viku. VF-mynd: elg.
Veglegt jólablað Víkurfrétta kemur svo út um miðjan desember. Mikil eftirspurn er eftir auglýsingaplássi í þeim blöðum sem framundan eru fram að jólum og því er auglýsendum ráðlegt að panta tímanlega.
Mynd: Þessar dömur eru komnar í jólaskapið og voru í gærkvöldi á námskeiði hjá Föndurkoti í gerð jólakorta, sem mörg hver voru hrein og klár listaverk. Við segjum m.a. frá því í aðventublaðinu í næstu viku. VF-mynd: elg.