Jólatrésskemmtun í Garði
Kvenfélagið Gefn býður Garðmönnum nær og fjær á jólatrésskemmtun sem haldin verður í Miðgarði Gerðaskóla í Garði laugardaginn 28. des. nk. frá kl. 15.00 – 17.00.
Nú eins og ævinlega ætlum við að dansa í kringum jólatréð við fjöruga tónlist og söng og njóta veitinga í boði kvenfélagskvenna. Að venju kemur jólasveinninn í heimsókn með glaðning í poka. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson er veislustjóri á skemmtuninni.
Garðbúar, gestir og gangandi, mætum öll í jólaskapi með börnunum og höfum gaman saman.
ATH! Frír aðgangur.
Með jólakveðju frá kvenfélaginu Gefn.