Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólatréskemmtun Gefnar
Fimmtudagur 23. desember 2004 kl. 14:20

Jólatréskemmtun Gefnar

Þriðjudaginn 28. desember næstkomandi verður hið árlega jólaball kvenfélagsins Gefnar í samkomuhúsinu í Garði. Skemmtunin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00.

Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur uppi fjörinu og jólasveinar mæta á svæðið með góðgæti fyrir börnin. Boðið verður upp á veitingar, heitt kakó, kaffi, djús og kökur en miðaverð er kr. 500,- og er miðasalan við innganginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024