Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 7. desember 2002 kl. 12:27

Jólatré Reykjanesbæjar tendrað í dag

Kveikt verður á jólatré Reykjanesbæja í dag 7. desember kl 18:00. Að venju er jólatréð á Tjarnargötutorgi og þar verður margt um dýrðir í dag. Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun leika nokkur lög og söngvarar frá skólanum syngja jólalög og sálma. Kjell H. Halvorsen sendiherra Noregs afhendir jólatréð sem er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar. Eyrún Ósk Magnúsdóttir nemandi í 6. bekk í Myllubakkaskóla mun tendra ljósin.Ávarp flytur Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og jólasveinar koma í heimsókn og syngja nokkur jólalög. Heitt kakó verður á staðnum í boði foreldrafélags Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024