Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólatré Reykjanesbæjar 2013
Mánudagur 23. desember 2013 kl. 10:43

Jólatré Reykjanesbæjar 2013

Níuhundruð ljós prýða glæsilegasta tré Reykjanesbæjar.

Níuhundruð jólaljós prýða glæsilegt grenitré Kristins Óskarssonar og fjölskyldu við Baldursgarð í Reykjanesbæ. Margir segja að þetta sé Jólatré Reykjanesbæjar 2013.

Jólatré glæsilega í garði Kristins var gróðursett fyrir rúmum þrjátíu árum síðan af föður hans. Vöxtur þess hefur vakið athygli og á síðustu árum hefur Kristinn prýtt það með hvítum jólaljósum. Aðspurður sagði Kristinn að 900 ljós væru á trénu, þrjár hundrað ljósa seríur með stærri ljósum og sex hundruð aðeins minni ljós. Þetta glæsilega tré setur skemmtilegan svip á umhverfið og þótti sumum biðin eftir skreytingu trésins nokkuð löng. Fékk Kristinn ábendingar um það, m.a. á Facebook. Tréð prýddi m.a. forsíðu Jólablaðs Víkurfrétta sem kom út í síðustu viku.

Fleiri falleg og stór tré eru skreytt í bæjarfélaginu, m.a. í Þverholti og víðar. Bæjarbúar hafa verið duglegir að skreyta hús sín og er Reykjanesbær án efa með mest skreyttu bæjum landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn þarf góða aðstoða stórra tækja til að skreyta tréð. Neðsta myndin prýddi forsíðu Jólablaðs Víkurfrétta í ár. VF-myndir/pket.