Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólatónleikar Vox Felix á Hringbraut í kvöld
Fimmtudagur 27. desember 2018 kl. 17:19

Jólatónleikar Vox Felix á Hringbraut í kvöld

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. desember, kl. 20:00 verður klukkustundar þáttur á Hringbraut þar sem sýndir verða valdir kaflar úr jólatónleikunum Vox Felix. 
 
Árlegir jólatónleikar Vox Felix fóru fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ í byrjun desember. Kórinn var með sérstakan jólagest að þessu sinni en tónlistarmaðurinn Jón Jónsson söng með kórnum. 
 
Hópurinn samanstendur af einstaklingum á Suðurnesjum á aldrinum 16 til 35 ára.
 
Nafnið Vox Felix þýðir í raun Hamingjuraddirnar og var kórinn stofnaður árið 2011 en hann er samstarfsverkefni kirkjusóknanna á Suðurnesjum og kemur fram við athafnir a.m.k. einu sinni á ári í hverri kirkju. 
 
Árið 2017 tók hópurinn þátt í þáttaröðinni Kórar Íslands þar sem 20 íslenskir kórar öttu kappi. Þar lenti Vox Felix í 3. sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024