Jólatónleikar Vox Felix
-ungmennakór í Keflavíkurkirkju
Ungmennakórinn Vox Felix heldur jólatónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00.
Vox Felix er samstarfsverkefni sem kirkjurnar á Suðurnesjum standa að en stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson.
Kórinn mun flytja lög í nýjumog skemmtilegum útsetningum og má þar nefna Frostrósir, Baggalút og Villa Vill. Hópurinn er skipaður drengjum og stúlkum en þetta eru fyrstu jólatónleikarnir þar sem drengirnir koma sterkir inn.
Mðaverð er kr. 1500 og fer miðasala fram við innganginn, 12 ára og yngri fá frítt inn í fylgd með fullorðnum.