SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Jólatónleikar Siggu Beinteins í Keflavíkurkirkju í kvöld
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 11:13

Jólatónleikar Siggu Beinteins í Keflavíkurkirkju í kvöld

Sigga Beinteins heldur nú í annað sinn hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt góðum gestum í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20. Sérstakir gestir Siggu í kvöld verða félagar í Karlakór Keflavíkur. Miðaverð er 3200 krónur og er miðasala við innganginn.

Sigga æfði með kórnum nú í vikunni og sagðist í samtali við Víkurfréttir vera spennt fyrir því að syngja með körlunum í kvöld í Keflavíkurkirkju.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Kórinn er stór og flottur og telur yfir 40 manns, það verður alveg hrikalega gaman taka lagið með þeim,“ sagði Sigríður Beinteinsdóttir.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025