Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 2. desember 2003 kl. 09:36

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs í Njarðvíkurkirkju 13. desember

Samkór Kópavogs heldur tónleika í Njarðvíkurkirkju laugardaginn 13. desember  kl. 16:00. Aðalefni tónleikanna er Sjá himins opnast hlið, verk fyrir blandaðan kór, orgel(píanó), þverflautu, óbó, lágfiðlu og selló eftir stjórnanda Samkórs Kópavogs Julian Michael Hewlett við texta sr. Björns Halldórssonar. Kórinn hefur ekki flutt þetta verk áður. Auk þess verða flutt jólalög bæði á íslensku og ensku.
Undirleikari á tónleikunum er Jónas Sen, auk þess leikur Guðrún Birgisdóttir á flautu, Eydís Fransdóttir á óbó, Arnþór Jónsson á selló og Ásdís Runólfsdóttir á lágfiðlu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024