Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju
Kór Grindavíkurkirkju verður með jólatónleika í kirkjunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 15. desember kl. 20:00. Á efnisskránni eru hefðbundin aðventu- og jólalög úr ýmsum áttum. Í lok tónleikanna syngja allir viðstaddir saman. Eftir tónleikana verður síðan boðið upp á kaffi og piparkökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Stjórnandi kórsins er Kári Allansson organisti.