Jólatónleikar Karlakórs Keflavíkur
Hinir árlegu jólatónleikar Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:30.
Að þessu sinni fær kórinn góða gesti, en það er Grundartangakórinn frá Akranesi.
Kórarnir munu flytja fjölda jólalaga, hvor í sínu lagi og saman.
Stjórnendur Karlakórs Keflavíkur er Guðlaugur Viktorsson og stjórnandi Grundartangakórsins er Atli Guðlaugsson.
Fjöldi frábærra einsöngvara syngja með kórunum, en þeir eru:
Bjarni Atlason, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Guðlaugur Atlason, Kristján Þ. Guðjónsson og Smári Vífilsson.
Undirleikarar verða Jónas Þórir og Flosi Einarsson.
Verð aðgöngumiða er kr. 2000,- og greiðist við innganginn.
Óhætt er að lofa hugljúfri jólastemmingu og frábærri upplifun.
Athugið að þetta eru einu tónleikarnir sem gert er ráð fyrir hjá kórnum á Suðurnesjum að þessu sinni.
Kórarnir munu síðan endurtaka tónleikana í Vinaminni á Akranesi laugardaginn 3. desember kl. 15:00.