Jólatónleikar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ
Jólatónleikar verða haldnir sunnudaginn 28. nóv. Kl. 17:00 á Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ. Á tónleikunum koma fram Gospelkrakkar, Gospelkórinn KICK, Sigurður "kafteinn" Ingimarsson, Rannva Olsen og Dorthea Dam og einnig munu börn frá Herskjólinu sýna Helgileik.
Aðgangur er ókeypis en gestir eru hvattir til að gefa gjöf í "jólapottinn", eða poka með notuðum fatnaði til styrktar velferðarstarfinu.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ