Jólatónleikar Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ
Hjálpræðisherinn býður upp á jólatónleikum með Gospelkrökkum og Bríet Sunnu.
Sannkallaðir fjölskyldutónleikar með Gospelkrökkum og Bríet Sunnu Valdimarsóttur, verða haldnir sunnudaginn 2. desember kl. 17:00 á Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ, Flugvallarbraut 730, Ásbrú. Salurinn opnar kl 16:30 og er aðgangur ókeypis. En tónleikagestir eru hvattir til að gefa pening í „jólapottinn“ og /eða jólagjöf handa barni eða ungling. Á þann hátt getur þú hjálpað til við að hjálpa öðrum.
Gospelkrakkar hafa starfað í Reykjanesbæ síðan 2008 og gefið út 2 geisladiska. Á þessu ári kom út myndband með kórnum sem notaður er í sunnudagaskóla starfi þjóðkirkjunnar um allt land. Stjórnandi kórsins er Ester D. Van Gooswilligen ásamt söngkonunni Bríet Sunnu. En Bríet Sunna, sem margir þekkja frá Idol stjörnuleit er framúrskarandi söngkona, með mikla útgeislun og sjarma og mun hún einnig taka koma fram á tónleikunum
Allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.