Jólatónleikar Baggalúts slá í gegn
Maður er nefndur Guðmundur Kristinn Jónsson, kallaður Kiddi og er ýmist kenndur við Baggalút eða Hjálma. Óhætt er að segja að maðurinn sá hafi klikkað að gera enda viðriðinn útgáfu á fjórum plötum sem voru að koma út. Ein þeirra er jólaplata Baggalúts sem rauk upp í efsta sætið yfir mest seldu plöturnar á landinu. Þar hefur hún verið í tvær vikur. Þeir Baggalútsmenn eru á fullu þessa dagana að fylgja henni eftir með jólatónleikum sem óhætt er að segja að slegið hafi í gegn því húsfyllir var á tvennum tónleikum á Akureyri um síðustu helgi. Um næstu helgi fáum við Suðurnesjamenn að njóta þeirra í Stapanum, eða sunnudaginn 5. desember.
Sjá nánar í næsta tölublaði Víkurfrétta.