Jólasýning Sossu um helgina
Myndlistarkonan Sossa Björnsdóttir verður með jólaboð á vinnustofu sinni við Mánagötu 1 í Keflavík á laugardag og sunnudag kl. 15 - 20 báða dagana.
Með Sossu munu gestalistamennirnir, Halla Bogadóttir (skartgripir) og Ásta Guðmundsdóttir (fatahönnun) sýna á vinnustofunni á sama tíma og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun spila og syngja fyrir gesti kl. 16 á laugardeginum.
Sossa hefur verið með jólasýningu mörg undanfarin ár og mun sýna úrval nýrra verka.