Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólasýning Myllunnar styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja
Mánudagur 12. desember 2011 kl. 11:35

Jólasýning Myllunnar styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja

Hjálpum þeim sem þurfa fyrir jólin.

Myllubakkaskóli lætur gott af sér leiða fyrir jólahátíðina þegar nemendur á öllum aldri úr skólanum setja upp sýningu en þar verður boðið upp á leikrit, dans og söng.

Sýningin verður haldin í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, 16. desember nk. kl. 15:00.

Það kostar 500 kr. á sýninguna og rennur allur ágóðinn í Velferðarsjóð Suðurnesja. Það kostar 100 kr. fyrir grunnskólaaldur á sýninguna og það er frítt fyrir 6 ára og yngri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024