Jólasveinninn í Hljómval
Á morgun frá kl. 16 -18 verður jólasveinninn í Hljómval að Hafnargötu 28. Þar geta allir krakkar komið og hitt á sveinka sem vill ólmur fá myndir af sér með börnunum. Jólasveinninn hefur vanið komur sínar í Hljómval um nokkurra ára skeið því þar finnst honum gaman og gott að vera. Ekki spillir fyrir að hægt er að fá myndina af sér með sveinka útprentaða skömmu eftir að hún hefur verið tekin.