Jólasveinn fór í körfubolta í Grindavík
Yngstu körfuboltakrakkarnir í Grindavík fengu óvænta heimsókn í upphafi aðventu þegar einn af jólasveinabræðrunum mætti á körfuboltaæfingu í íþróttahúsinu. Hann spjallaði við krakkana og sat fyrir á myndum með þeim en hann sýndi líka skemmtilega körfuboltatakta, eitthvað sem jólasveinar eru kannski ekki þekktir fyrir. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessari heimsókn eins og sjá má á myndunum sem Gréta Valdimarsdóttir tók.
	
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				