Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Jólasveinarnir komu með Kristínu GK
Þriðjudagur 22. desember 2009 kl. 08:25

Jólasveinarnir komu með Kristínu GK


Þeir voru hressir skipverjarnir á Kristínu GK 157 þegar þeir komu til Grindavíkurhafnar í jólafrí í gær klæddir í jólasveinabúninga allir með tölu. Þeir skelltu sér fram í stafnið í myndatöku og tóku eitt jólalag í leiðinni fyrir viðstadda. Strákarnir geta líka verið kátir með árangurinn á árinu enda er þetta lang aflahæsti línubátur á landinu.

Kristín GK kom að austan en stoppuðu við í Eyjum til að heilsa upp á skipstjórann sem býr þar en hann var ekki með í þessum túr. Vísir hf. í Grindavík gerir bátinn út.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Texti og myndir: www.grindavik.is

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25