Jólasveinarnir fóru á kostum í Grindavík

Það var heldur betur líf og fjör þegar ljósin voru tendruð á jólatré Grindavíkurbæjar þann 2. desember sl. Nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur sungu jólalög, Karín Óla Eiríksdóttir formaður ungmennaráðs flutti ræðu, Langleggur og Skjóða, systkini jólasveinanna mættu og ekki má gleyma jólasveinunum sem fóru á kostum á sviðinu og breyttu meðal annars íslenskum rapptextum í jólatexta. Ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega og sungu og dönsuðu með jólasveinunum en veðrið lék við fjöldann car viðstaddur skemmtunina og bauð Hafbjörg, unglingadeild Slysavarnadeildar Þorbjarnar upp á heitt kakó.

VF myndir: Rannveig Jónína

Jólatré Grindavík

▼ Fleiri myndir