Jólasveinar og jólahljómsveit á ferðinni í Reykjanesbæ
Skyrgámur gefur krökkunum nammipoka á Þorláksmessu.
Jólasveinar og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru á ferðinni um bæinn nú rétt fyrir jól. Fyrirtæki og stofnanir eru heimsótt og jólalög spiluð.
Jólahljómsveitin og jólasveinar hennar eru í samstarfi við „Jóladaga í Reykjanesbæ“ sem er sérstakt verkefni Betri bæjar fyrir jólin, ár hvert. Þau verða dagana 20.-22. des. kl. 15-17 á ferðinni um bæinn.
Skyrgámur, sem er sérstakur vinur krakkanna hér í bænum verður svo á Hafnargötunni í Keflavík á Þorláksmessukvöld. Hann og fleiri jólaveinar munu dreifa nammipokum til þægu krakkana sem verða á ferðinni.
Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verður á ferð um bæinn.