Jólasveinar mæta hjá Fjölskylduhjálp í dag
Jólasveinar mæta á jólamarkað Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ í dag, laugardag kl. 14. Þeir munu gefa börnum gjafir og halda uppi mikilli gleði.
Í dag er lokadagur markaðarins að Hafnargötu 90. Af því tilefni verður sannkallað sprengiverð á öllum vörum því allt á að seljast. Markaðurinn er opinn kl. 12-18 í dag.
Í dag kl. 16 verður svo lesið úr bókinni „Ég gefst aldrei upp“.
Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta á jólamarkaðinn að Hafnargötu 90 í dag og gera góð kaup og leyfa börnunum að upplifa jólasveina og það fjör sem fylgir þessum rauðklæddu körlum.