Jólasveinar kunna ekki á dagatal
	Þessir tveir jólasveinar áttu leið um Heiðarhverfið í Keflavík á dögunum og komu við á leikskólanum Heiðarseli með tilheyrandi látum. Með heimsókn sinni sönnuðu þeir rauðklæddu að þeir kunna eiginlega ekkert á dagatal, því fyrstu jólasveinarnir koma ekki strax til byggða.
	
	Þeir sögðust hins vegar hafa verið fyrr á ferðinni til að taka þátt í skemmtunum á Suðurnesjum þegar kveikt var á ljósum á jólatrjám sveitarfélaganna en þær athafnir frestuðust flestar um marga daga vegna veðurs. Er nema von á jólasveinarnir ruglist í dögum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				