Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólasveinar í verslunarmiðstöðinni Krossmóa
Sunnudagur 19. desember 2010 kl. 17:45

Jólasveinar í verslunarmiðstöðinni Krossmóa

Jólasveinarnir mættu í verslunarmiðstöðina Krossmóa í dag og gáfu krökkum nammipoka og mandarínur. Hópur úr lúðrasveit tónlistarskóla Reykjanesbæjar kíkti við og spiluðu nokkur vel valin jólalög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félagarnir Baldvin Arason og Þórólfur Þorsteinsson spiluðu á hljómborð og harmonikku fyrir gesti og gangandi. Jólasveinarnir létu sitt ekki eftir liggja og tóku eitt lag með þeim félögum.

VF-Myndir/siggijóns

Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tók nokkur jólalög.

Baldvin Arason á hljómborð og Þórólfur Þorsteinsson á harmonikku.

Börnin skemmtu sér konunglega yfir jólatónlistinni og jólasveinunum.