Jólasveinar í verslunarmiðstöðinni Krossmóa

Jólasveinarnir mættu í verslunarmiðstöðina Krossmóa í dag og gáfu krökkum nammipoka og mandarínur. Hópur úr lúðrasveit tónlistarskóla Reykjanesbæjar kíkti við og spiluðu nokkur vel valin jólalög.
Félagarnir Baldvin Arason og Þórólfur Þorsteinsson spiluðu á hljómborð og harmonikku fyrir gesti og gangandi. Jólasveinarnir létu sitt ekki eftir liggja og tóku eitt lag með þeim félögum.
VF-Myndir/siggijóns

Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tók nokkur jólalög.

Baldvin Arason á hljómborð og Þórólfur Þorsteinsson á harmonikku.

Börnin skemmtu sér konunglega yfir jólatónlistinni og jólasveinunum.







