Jólasveinar heimsækja Grindavíkurkrakka á morgun
Jólaljósin á stóra jólatrénu við Landsbankatúnið í Grindavík verða tendruð á morgun, þriðjudag, kl. 18:00. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að nokkrir jólasveinar sem halda til í stórum helli ofan við bæinn muni líta við og taka nokkur vel valin lög með krökkunum.
Það ætti því enginn Grindvíkingur að láta þessa skemmtun fram hjá sér fara heldur spara kraftana í dag og taka hraustlega undir með jólasveinunum þegar jólalögin verða sungin.
www.grindavik.is