JÓLASVEIFLA Í KEFLAVÍKURKIRKJU
Sunnudagskvöldið 6. desember verður að venju jólasveifla í Keflavíkurkirkju. Söngvarar verða Birta Rós Sigurjónsdóttir, ólöf Einarsdóttir, Einar Júlíusson og Rúnar Júlíusson. Unglingar flytja leikþátt undur stjórn Mörtu Eiríksdóttur og Sr Sigfúsar B Ingvasonar. Þá mun kór Keflavíkurkirkju syngja nokkur lög . Poppband Keflavíkurkirkju leikur undir, en það skipa Guðmundur Ingólfsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Baldur Jósepsson, Arnór Vilbergsson og Einar Örn Einarsson. Einnig koma fram Þórir Baldursson og Baldur Þórir Guðmundsson. Stjórnandi Tónleikanna er Einar Örn Einarsson organisti. Í lokinn verður sungið við kertaljós.