Jólastuð á Ránni
Það var kátt í höllinni í gær þegar árlegt jólaball var haldið á Ránni við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Ballið er haldið fyrir þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar, sambýla, þjónustuíbúða, Dósasels og iðkenda í NES.
Skyrgámur mætti á staðinn og var hrókur alls fagnaðar eins og vanalega. Védís Hervör söngkona og Baldur Guðmundsson héldu uppi stuðinu og dansað var vel og lengi í kringum jólatréð.
Það voru tekin dansspor í kringum jólatréð á Ránni og allir voru í jólaskapi.
Baldur og Védís í góðri sveiflu.
VF-Myndir: [email protected]