Mannlíf

Jólastemmning í miðbænum á Þorláksmessu
Jólasveinarnir komu í flottri rútu.
Mánudagur 25. desember 2017 kl. 12:31

Jólastemmning í miðbænum á Þorláksmessu

Það var jólasemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld en það er orðin hefð að fólk fjölmenni á Hafnargötu, rölti í búðir og heilsi upp á jólasveinana sem gefa börnunum nammi. Sjónvarp Víkurfrétta leit við í fjörið og sýndi í beinni útsendingu frá Hafnargötunni á Facebook síðu VF, ræddi við kaupmenn og fólk á staðnum.
Veðurguðirnir voru líka í sannkölluðu jólaskapi því veðrið var frábært, logn og hiti við frostmark. Fjölmargar fjölskyldur nýttu sér það og mættu með börnin sem vildu ræða við jólasveinana sem komu í stórri rútu frá Isavia. Hafnargötunni var lokað á litlum kafla þar sem rútan var staðsett. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög undir stjórn Harpa Jóhannsdóttur eins og undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þorláksmessu og með fréttinni er einnig myndskeið frá fjörinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 

Þorláksmessufjör á Hafnargötu