Jólastemmning hjá Sossu
Fjölmargir lögðu leið sína á jólasýningu Sossu á vinnustofu hennar við Mánagötu í Keflavík aðra helgina á aðventu. Sossa, sem er einn þekktasti myndlistarmaður Suðurnesja, sýndi þar nýjar myndir að vanda en bauð líka upp á skemmtiatriði eins og undanfarin ár.
„Það er orðin hefð að vera með jólasýningu. Hingað koma margir vinir okkar en líka nýtt fólk. Þetta er orðin hefð fyrir jólin,“ sagði Sossa sem sýndi nýtt fólk og liti í myndunum sínum.
Anton Helgi Jónsson hefur undanfarin ár lesið ljóð á sýningum Sossu og það gerði hann líka núna. Hluti hljómsveitarinnar Klassart tók nokkur lög og Fríða María söngkona sagði að það væri væntanleg ný plata hjá henni fljótlega eftir áramótin.
Það er líka hefð hjá Víkurfréttum að kíkja við á jólasýningu Sossu og myndir með fréttinni voru teknar þar og svo fylgir fallegt jólalag í myndskeiði frá Fríðu Dís, söngukonu.