Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Jólastemmning á Þorláksmessu í miðbænum - myndir
Jólahljómsveit Betri bæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög víða um bæinn. Hér er hún í versluninni Kóda. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 25. desember 2014 kl. 14:01

Jólastemmning á Þorláksmessu í miðbænum - myndir

Það var sannkölluð jólastemmning við aðalverslunargötu Reykjanesbæjar á Þorláksmessukvöld en fjölmargir bæjarbúar í jólaskapi fjölmenntu í miðbæinn. Jólahljómsveit Betri bæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með jólasveinum og Skyrgámi hinum eina sanna Suðurnesjajólasveini, héldu uppi jólastuði með tónlist, jólanammi og fleiru skemmtilegu. Jólasveinarnir fengu nýjan fararskjóta að þessu sinni þegar starfsmenn frá Isavia mættu á jólaskreyttri rútu. Vakti hún óskipta athygli þegar henni var ekið Hafnargötuna.

Það var mikill erill í verslunum og hljóðið í eigendum þeirra var gott. Það hefur skapast hefð fyrir því að bæjarbúa fjölmenni á Hafnargötuna á Þorláksmessu. Margir verslunareigendur voru með léttar veigar eða veitingar sem viðskiptavinir kunnu vel að meta og síðan skemmdi ekki fyrir veðurblíða.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þorláksmessukvöld við Hafnargötuna í Keflavík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024