Jólastemmning á Þorláksmessu í miðbæ Keflavíkur
Það var sannkölluð jólastemmning í jólaversluninni í Reykjanesbæ á Þorláksmessu. Fjöldi fólks mætti á Hafnargötuna þar sem jólahljómsveit og jólasveinar hennar spiluðu og sungu jólalög. Þá mættu fleiri jólasveinar, gáfu börnum nammi og dúettinn Heiður lék jólalög.
Starfsmenn Isavia hafa undanfarin ár mætt með jólaskreytta „jólasveina-rútu“ og vekur hún jafnan athygli. Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi og fólk naut þess að vafra um bæinn og kíkja í búðir í góðviðrinu.
Víkurfréttir sýndu frá stemmningunni í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni. Myndskeiðið fylgir hér með.