Jólastemmning á kertatónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Það var sannkölluð jólastemmning á kertatónleikum Karlakórs Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju í gærkvöldi. Kvennakór Suðurnesja og Kór Holtaskóla sungu einnig á tónleikunum.
Kórarnir komu fram sér en einnig sungu þeir saman m.a. í þremur síðustu lögunum á tónleikunum en þá voru allir saman. Jólaandinn á tónleikunum náði hápunkti þegar allir kórarnir og gestir sem nær fylltu kirkjuna, sungu saman í lokalaginu „Heims um ból“.
Karlakór Keflavíkur fagnaði 60 ára afmæli á árinu og fagnaði því með tónleikum og tónleikaferð til Rússlands. Starfið í kórnum er öflugt en sama er hægt að segja um Kvennakór Suðurnesja sem er 45 ára og er því óhætt að segja að þessir gamalgrónu kórar setji svip sinn á tónlistarlífið á Suðurnesjum. Kór Holtaskóla hefur starfað í fimm ár undir stjórn Styrmis Barkarsonar. Holtaskólakrakkarnir eru í hörku prógrammi á næstunni en þeir sungu einnig á þessum jólatónleikum Karlakórsins í fyrra.
Kór Holtaskóla með Styrmi Barkarsyni, stjórnanda. VF-myndir/pket.
Kristján Þ. Guðjónsson söng einsöng með Karlakórnum.