Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólastemmning á jólatónleikum 88 Hússins
Miðvikudagur 28. desember 2005 kl. 15:21

Jólastemmning á jólatónleikum 88 Hússins

Jólatónleikar 88 Hússins voru haldnir í Frumleikhúsinu þann 21. des síðastliðinn. Fram komu: Út Exit, Jamie´s Star, Anti Femínistar, Halli Valli og Gugga, Ritz, Tommygun, Deep Jimi and the Zep Cream.

Tónleikarnir fóru vel fram og ekki annað var að sjá en að tónleikagestir skemmtu sér vel. Mætingin var fín en talið er að um sextíu manns hafi mætt. Hver hljómsveit tók eitt til tvö jólalög í sínum búning og setti það skemmtilega jólastemmningu á tónleikana. 88 Húsið vill þakka öllum þeim hljómsveitum sem spiluðu á tónleikunum og auðvitað áhorfendum.

VF-mynd/Þorgils: Deep Jimi luku tónleikunum með stæl. Fleiri myndir frá tónleikunum má sjá á www.88.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024