Jólastemmning á Hafnargötunni á Þorláksmessu
Það var skemmtileg stemmning við Hafnargötuna í Keflavík á Þorláksmessukvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn í góða veðrinu. Kaupmenn eru þokkalega sáttir en nokkrir töluðu þó um minni sölu en undanfarin ár.
Eins og hefð er fyrir var jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í bænum og lék jólalög. Skyrgámur og fleiri jólasveinar glöddu börn og fullorðna og gáfu nammipoka.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni vf.is.
-
-
-