Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaspjall: Home Alone 2 fer alltaf í tækið á aðfangadag
Fimmtudagur 1. janúar 2015 kl. 20:42

Jólaspjall: Home Alone 2 fer alltaf í tækið á aðfangadag

Aron Hlynur Ásgeirsson segir að jólin 2009 vera þau eftirminnilegustu en þá varði hann hátíðunum í Egyptalandi. Hann snæðir hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og tekur því rólega með fjölskyldunni það sem eftir lifir kvölds.

Hver er besta jólamyndin?
Home Alone 2: Lost in New York. Macaulay Culkin fer þar með algjöran leiksigur sem Kevin McCallister. Kevin verður aftur einn á jólunum eins og flestir vita og hefur kreditkort pabba síns og lætur fara vel við sig í stórborginni þangað til að vitleysingarnir Marv og Harry koma til leiks, alveg sprenghlægilegir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða lag kemur þér í jólaskap?
Það er erfitt að segja. Fólk hefur verið að tala um Ef ég nenni með Helga Björns en er ég heyri það sjálfur efast ég um að ég nenni komandi jólum. Ein handa þér með meistara Stebba Hilmars finnst mér flott. DJ MuscleBoy er að gera allt vitlaust með jólalaginu í ár, Musclebells, en ég á ennþá eftir að hlusta á það þegar ég er að svara þessari spurningu.

Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Eins og ég tók fram hér að ofan fer Home Alone: Lost in New York alltaf í tækið þegar klukkan er gengin í tvö að degi til. Annars er lítið um einhverjar ákveðnar hefðir, held ég.

Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?
Vakna og ríf mig í gang í leit að næsta möndlugraut í hverfinu í von um að finna möndluna í skálinni minni. Annars er bara tekið því rólega fram að kvöldi, horfi reyndar alltaf á Home Alone myndina (sjá að ofan) kl 14:00. Maturinn er yfirleitt klukkan 18:00 ef mér skjátlast ekki, hamborgahryggur, sósan hennar mömmu, malt og appelsín og allt með því. Svo hefur fjölskyldan það notalegt sem eftir er kvöldsins, pakkanir opnaðir og eftirrétturinn borðaður. Ég þarf mjög líklega einnig að fylgjast með yngsta bróður mínum, sem er tæplega eins og hálfs árs, því hann veður fram og upp um allar hindranir á vegi sínum, svo mamma og pabbi geti nú borið matinn fram.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Það er erfitt að segja, maður man varla einu sinni eftir gjöfunum, maður fékk svo margar. Fékk einu sinni ullarsokka fyrir einhverjum árum, ég hálf opnaði pakkann og henti honum frá mér svo ég gæti byrjað á næsta, svo spennandi var gjöfin. Fékk líka einhvern tímann nærbuxur frá systur pabba minnir mig, held að miðinn sé ennþá á þeim inni í skáp heima.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur og allt með því.

Eftirminnilegustu jólin?
2009 í Egyptalandi, skemmtileg upplifun og öðruvísi.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Er svo heppinn að mig vantar ekkert. Það væri óskandi að allir gætu átt góð jól.

Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?)
Já, það er hefð að fá sér vel kæsta skötu hjá mér.