Jólaspjall: Fékk útrunnið konfekt í jólagjöf og varð veik
Júlía Rut Sigursveinsdóttir vaknar snemma á aðfangadag og horfir á jóla-Sveppa. Fjölskyldan hennar heldur skötuveislu en hún segist ekki mæta útaf lyktinni.
Hver er besta jólamyndin?
Elf er í miklu uppáhaldi.
Hvaða lag kemur þér í jólaskap?
Mörg jólalög en White Christmas og Ef ég nenni koma mér í jólaskap.
Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Yfir jólin er ég dugleg að baka, skreyta, hlusta á jólalög, vera úti í snjónum, jólaboð og njóta besta tíma ársins.
Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?
Vakna frekar snemma, horfa á jóla-Sveppa er must, dreifa jólakortum á vini og ættingja, heim í bað, borða klukkan 6, opna pakkana og svo heim til ömmu og afa.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Eftirminnilegasta gjöfin er útrunnið konfekt sem ég fékk frá háöldruðum frænda mínum þegar ég var 10 ára. Ég borðaði það og varð veik.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.
Eftirminnilegustu jólin?
Þau hafa öll verið eins og öll jafn æðisleg.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Ekkert sérstakt.
Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?)
Hjá föðurfjölskyldunni minni er skötuveisla á Þorláksmessu en ég mæti vanalega ekki útaf lyktinni og borða líka ekki skötu.