Jólamót eldri borgara í ballskák
Jólamót eldri borgara í ballskák var haldið í félagsmiðstöðinni Fjörheimum miðvikudaginn 10.desember í samstarfi við félagsmiðstöðina Selið og Menningar- íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar ( MÍT). 16 eldri borgarar tóku þátt í mótinu og fleiri komu til þess að fylgjast með og hvetja sitt fólk. Í þriðja sæti varð Gunnar Jónsson, í öðru sæti varð Jón Olsen og sigurvegari mótsins var fyrrum húsvörðurinn í Holtaskóla Valdimar Axelsson. Veitt voru jákvæðnisverðlaun og var ákveðið að setja öll nöfnin í pott og draga þar sem að þessi hópur er með jákvæðnina í fyrirrúmi hvar sem þau eru og hvað sem þau taka sér fyrir hendur. Sá sem fékk þá viðurkenningu var Jóhann Alexandersson. Frábært mót í alla staði og góð skemmtun.
Mottó MÍT sviðsins árið 2003 er kynslóðabrúin og hún var sannarlega brúuð í félagsmiðstöð unglinga.
Mottó MÍT sviðsins árið 2003 er kynslóðabrúin og hún var sannarlega brúuð í félagsmiðstöð unglinga.