Jólamarkaður Listatorgs
Hinn árlegi og sívinsæli Jólamarkaður handverksfólks í Sandgerði, verður haldinn í einn dag, sunnudaginn 4. desember frá klukkan 13:00 til 17:00 á Listatorgi.
Þá gefst gestum og gangandi tækifæri til að koma og kaupa fallegar jólagjafir á frábæru verði.
Hvort heldur eru merkispjöld eða sérhönnun þá er það víst að þú getur fundið einstaka gjöf til að gefa ástvinum þessi jólin á Jólamarkaði Listatorgs.
Lionsmenn verða með fiskibollur til sölu og rennur ágóðinn til líknarmála.
Harðfiskur sem framleiddur er í Sandgerði verður einnig á boðstólum.
Jóladagatöl frá síðustu öld verða til sölu og rennur ágóði þeirra til góðgerðarmála.
Börnin í bænum okkar munu einnig færa okkur jólasöngva og jólatónlist.
Veitingahúsið Vitinn býður upp á heitt súkkulaði, belgískar vöfflur með alvöru rjóma og piparkökur frá klukkan 14:00 gegn sanngjörnu verði fyrir alla fjölskylduna.
Eigum saman skemmtilegan dag með fjölskyldunni og góðum vinum á árlegum jólaviðburði á Listatorgi!