Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólamarkaður í Listatorgi á sunnudaginn
Föstudagur 30. október 2009 kl. 09:56

Jólamarkaður í Listatorgi á sunnudaginn


Jólamarkaður verður í Listatorgi í Sandgerði næstkomandi sunnudag og verður hann opinn aðeins þennan eina dag. Gestum og gangandi gefst þarna tækifæri til kaupa handverk af öllu tagi til jólagjafa á sanngjörnu verði. Opið verður frá kl. 13-17.

Klukkan 13.00 ætla eldri nemendur úr barnakór Grunnskólans að syngja nokkur lög og kl. 15.30 ætla stúlkurnar í Konfekt að flytja nokkur jólalög og önnur kósýheit. Veitingahúsið Vitinn verður með girnilegt kaffihlaðborð frá 14:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024