Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólamarkaður í Duus Safnahúsum
Laugardagur 2. desember 2017 kl. 14:22

Jólamarkaður í Duus Safnahúsum

Ertu að leita að skemmtilegri jólagjöf?

Sannkölluð jólastemning verður ríkjandi í Duus Safnahúsum um helgina. Jólamarkaður verður opinn bæði laugardag og sunnudag í Bíósal þar sem handverk og fleira skemmtilegt frá heimafólki verður á boðstólum.

Bæjarbúar eru hvattir til að líta við og gera góð kaup. 
 
Þá er um að gera að koma við í Stofunni í Bryggjuhúsinu sem skreytt hefur verið hátt og lágt fyrir gamaldags jólatrésskemmtun sem haldin verður á sunnudaginn kl. 14. Einnig er upplagt að nota tækifærið og skoða sýninguna Verndarsvæði í byggð í Gryfjunni, sem opnuð var fyrir skömmu, og hafa áhrif á framtíðaruppbyggingu á Duushúsa svæðinu.
 
Það er því eitthvað fyrir alla í Duus Safnahúsum um helgina.
 
Markaðurinn er opinn laugardag og sunnudag kl. 12-17 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024