Jólalýsing á Vatnsnesi
Vatnsnes er að ganga í endurnýjun lífdaga um þessar mundir en nýverið varð KEF ehf. eigandi að 49% í fasteigninni á móti Reykjanesbæ. Að KEF standa hjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir. Síðustu vikur hafa staðið yfir viðgerðir á ytra byrði Vatnsness og þeim framkvæmdum lauk um síðustu helgi þegar formlega var kveikt á jólalýsingu hússins. Við það tækifæri var gestum og gangandi boðið upp á heita og kalda drykki á Hótel Keflavík.
Hugmyndir KEF ehf. eru þær að Vatnsnes verði „Höfði“ Reykjanesbæjar fyrir móttökur og fundi.
Fleiri myndir í myndasafni hér að neðan.