Jólalukku-Iphone 7 og Icelandair ferð dregin út á miðvikudag
- Munið að fara með Jólalukku-miða í Nettó
Iphone og Icelandair flugmiðar meðal 6 þúsund vinninga
Glæsilegri vinningar eru í Jólalukku Víkurfrétta sem nú er boðið upp á í sextánda sinn. Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 5000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði.
Vinningar eru rétt tæplega sex þúsund og heildarverðmæti þeirra um 7 milljónir króna. Stærstu vinningarnir eru tíu Icelandair ferðavinningar, vegleg gjafakort frá Bláa lóninu og Sporthúsinu. Þá má nefna 30 KEA hamborgarhryggi, 30 KEA hangilæri og 50 Daim íshringi, veglegar úttektir frá verslunum, tvö hundruð ísa á Bitanum, eitt hundrað pulsur og kók á Pulsuvagninum, 50 snúða og Héðinsbollur frá Sigurjónsbakaríi og 50 bíómiða frá Sambíóunum. Svo eru sem fyrr tvö þúsund kókflöskur og jafn margar af Egils Appelsíni, svo fátt eitt sé nefnt.
Punkturinn yfir i-ið er svo útdráttur skafmiða sem skilað er í Nettó og Kaskó. Í desember verða dregnir út fjórir Iphone 7s símar, fjórir Icelandair ferðavinningar og tvö 120 þús. króna gjafakort frá Nettó auk tuttugu minni gjafakorta frá sömu verslun. Úrdrættir verða 7., 14., 21. og 24. des. Það er því vissara að skila miðum sem fyrst í Nettó því til mikils er að vinna.
Auk tuttugu verslana á svæðinu leggja fjölmargir aðrir aðilar til vinninga í Jólalukkunni sem nú fagnar sextán ára afmæli. Hægt er að sjá í opnuauglýsingu í blaðinu hvaða aðilar bjóða Jólalukku VF. Smellið hér.