Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ
Fimmtudagur 9. desember 2021 kl. 17:58

Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ

Jólaljós stærstu trjánna í Suðurnesjabæ voru tendruð snemma dags 1. desember af yngstu nemendum Gerðaskóla og Sandgerðisskóla með aðstoð Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra. Vilhjálmur Steinar Einarsson, nemandi í Gerðaskóla tendraði ljósin við jólatréð í Garði og Sigursteinn G. Símonarson nemandi í Sandgerðisskóla tendraði jólaljósin við jólatréð í Sandgerði. Tónlistarmaðurinn Hreimur kom einnig í heimsókn og flutti tónlist fyrir hressa nemendur sem tóku vel undir í söng. Í lok dags fengu allir nemendur góðgæti með sér heim, mandarínur og nammipoka. Jólaálfarnir mættu svo í heimsókn í leikskólana í Suðurnesjabæ, Gefnarborg og Sólborg, og skemmtu hressum krökkum sem fengu mandarínur og rúsínur að dagskrá lokinni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25