Jólaljósin tendruð í Sandgerði
Jólaljósin verða tendruð á jólatré Sandgerðinga við Grunnskólann mánudaginn 3. desember n.k. kl. 18:00. Í tilefni dagsins verður skemmtileg jólastemning og jólalögin munu hljóma. Forseti bæjarstjórnar flytur ávarp og Foreldrafélag Grunnskólans mun bjóða upp á kakó og ilmandi smákökur og að sjálfsögðu mun jólasveinninn koma og heilsa upp á börnin.