Jólaljósin tendruð í Reykjanesbæ
Mikill fjöldi fólks var viðstaddur þegar kveikt var á vinarbæjartrénu frá Kristiansand á Tjarnargötutorgi í Keflavík um síðustu helgi.Það var Elí Már Gunnarsson nemandi í Njarðvíkurskóla sem tendraði jólaljósin. Flutt var tónlist og söngur. Þá komu jólasveinar í heimsókn og glöddu börn og fullorðna.