Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Grindavík
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 10:25

Jólaljósin tendruð í Grindavík

Kveikt var á jólatré Grindavíkurbæjar á Landsbankatúninu í gær í blíðskapaveðri en enginn lét það á sig fá þétt kalt hafi verið í veðri. Yngri kynslóðin var duglega að mæta enda beið ungviðið spennt eftir hver þeirra jólasveinabræðra myndi mæta á svæðið. Að þessu sinni var það Hurðaskellir sem mætti með látum.

Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og tendraði tréð og nemendur úr Tónlisarskóla Grindavíkur spiluðu nokkur lög í tilefni dagsins. En Hurðaskellir átti svæðið og hann tók nokkur hressileg jólalög og endaði að sjálfsögðu að uppáhaldslagi jólasveinanna, Ég sá mömmu kyssa jólasvein.



Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024