Jólaljósin tendruð í Grindavík
Kveikt var á jólatré Grindavíkurbæjar á Landsbankatúninu í gær í blíðskapaveðri en enginn lét það á sig fá þétt kalt hafi verið í veðri. Yngri kynslóðin var duglega að mæta enda beið ungviðið spennt eftir hver þeirra jólasveinabræðra myndi mæta á svæðið. Að þessu sinni var það Hurðaskellir sem mætti með látum.
Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og tendraði tréð og nemendur úr Tónlisarskóla Grindavíkur spiluðu nokkur lög í tilefni dagsins. En Hurðaskellir átti svæðið og hann tók nokkur hressileg jólalög og endaði að sjálfsögðu að uppáhaldslagi jólasveinanna, Ég sá mömmu kyssa jólasvein.
Grindavík.is